Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. október 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Skandall að hann geti ekki unnið gullknöttinn
Edouard Mendy, markvörður Chelsea.
Edouard Mendy, markvörður Chelsea.
Mynd: Getty Images
Kalidou Koulibaly, varnarmaður Napoli, segir að það sé skandall að Edouard Mendy, markvörður Chelsea, hafi ekki verið tilnefndur til Ballon d'Or verðlaunanna.

Mendy átti frábært síðasta tímabil og hélt markinu hreinu þegar Chelsea vann 1-0 sigur gegn Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Koulibaly og Mendy eru samherjar hjá senegalska landsliðinu en Mendy varð fyrsti afríski markvörðurinn til að vinna Meistaradeild Evrópu.

„Það er skandall að Edou sé ekki á lista yfir þá 30 leikmenn sem eru tilnefndir. Sumir leikmenn þurfa að gera tvöfalt meira en aðrir til að fá viðurkenningu," segir Koulibaly.

Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, er eini markvörðurinn sem kemst á 30 manna listann.

Sjá einnig:
Þeir 30 sem geta unnið Ballon d'Or gullknöttinn
Athugasemdir
banner
banner