Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. nóvember 2020 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átti Ísland að fá innkastið fyrir jöfnunarmark Ungverja?
Icelandair
Ekki besta sjónarhornið.
Ekki besta sjónarhornið.
Mynd: Skjáskot - Stöð 2 Sport
Ungverjaland fer á EM á kostnað Íslendinga. Ungverjaland skoraði tvisvar undir lokin gegn Íslandi og leikurinn endaði 2-1. Hrikalega svekkjandi.

Varamaðurinn Loic Nego jafnaði metin fyrir Ungverjaland á 88. mínútu. Það var mjög mikill heppnisstimpill yfir markinu.

Markið kom stuttu eftir innkast sem Ungverjar fengu en segja má að það hafi verið umdeilt. Spurning er hvort að leikmaður Ungverja hafi misst boltann út af áður en þeir fengu innkastið. Ef svo var, þá hefði Ísland átt að fá innkastið og útkoman hefði í kjölfarið mögulega verið önnur.

Rætt var um þetta á Stöð 2 Sport eftir leik. „Er þetta ekkert?" sagði Bjarni Guðjónsson og Atli Viðar Björnsson sagði: „Getum við ekki hringt í einhvern og reddað þessu?"

Þess má geta að VAR tæknin var á leiknum í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner