Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   lau 12. nóvember 2022 16:00
Aksentije Milisic
Ítalía: Sjóðheitur Osimhen skoraði í sigri toppliðsins
Mynd: EPA

Napoli 3 - 2 Udinese
1-0 Victor Osimhen ('15 )
2-0 Piotr Zielinski ('31 )
3-0 Eljif Elmas ('58 )
3-1 Ilija Nestorovski ('79 )
3-2 Ilija Nestorovski ('82)


Fyrsta leik dagsins í Serie A deildinni á Ítalíu er lokið en þar mættust Napoli og Udinese.

Napoli hefur verið óstöðvandi á þessari leiktíð en Udinese hafði einnig komið á óvart í byrjun tímabils en liðið hefur hins vegar gefið töluvert eftir.

Toppliðið hélt áfram að vinna í dag en hinn sjóðandi heiti Victor Osimhen skoraði fyrsta markið en hann hefur verið orðaður við stærstu lið Evrópu.

Pólverjinn Piotr Zielinski kom stöðunni í 2-0 og þannig var hún þegar flautað var til leikhlés.

Eljif Elmas, sem hefur þurft að verma varamannabekkinn töluvert á þessari leiktíð, skoraði þriðja markið áður en Ilija Nestorovski minnkaði muninn fyrir Udinese.

Udinese gafst ekki upp og náði Lazar Samardzic að minnka muninn niður í eitt mark þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka.

Það var ekki nóg og góður sigur Napoli staðreynd sem er nú með ellefu stiga forystu á toppnum. Udinese er í áttunda sæti deildarinnar.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner