Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 12. nóvember 2022 23:23
Brynjar Ingi Erluson
Þolinmæðisvinna hjá Arsenal - „Þeir gerðu okkur erfitt fyrir"
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var ánægður með 2-0 sigurinn á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal er með fimm stiga forystu á toppnum.

Arsenal skoraði bæði mörkin í síðari hálfleik. Martin Ödegaard gerði bæði mörkin úr teignum.

Nú er liðið með fimm stiga forystu á Manchester City og verður ekki næst spilað fyrr en í desember.

„Í dag snérist þetta um þolinmæði. Þeir gerðu þetta okkur erfitt fyrir miðað við hvernig þeir spiluðu og það voru fá svæði til að spila í. Þetta var pirrandi því að þeir voru að bíða eftir mistökum til að ná okkur í skyndisóknunum.“

„Hraðinn, tilgangurinn og hugrekkið til að taka á skarið var miklu betra í síðari hálfleiknum og þannig vannst leikurinn.“

„Það hefur mikið verið talað um okkur sem einstaklinga og sem heild í þessari viku. Andlega var þetta snúinn leikur en þetta er hugarfarið sem þú verður að vera með þegar þú ert á toppnum,“
sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner