Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. janúar 2022 22:36
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Þarft að hafa ákveðið viðhorf til að spila þessa leiki
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var ánægður með baráttuna sem leikmenn hans sýndu í markalausa jafnteflinu gegn Liverpool í enska deildabikarnum í kvöld.

Liverpool var með mikla yfirburði í leiknum og hélt boltanum stærstan hluta leiksins en vörn Arsenal gerði vel og það manni færri frá 24. mínútu.

„Við berjumst gegn þessar stöðu. Leikmennirnir sýndu mikla baráttu, ákveðni og bræðralag. Þú sást tilfinningarnar og við gáfumst aldrei upp. Ég verð að hrósa mínum mönnum."

Granit Xhaka fékk rautt spjald snemma leiks en hann segir að það hafi sennilega verið réttur dómur.

„Ég veit ekki hvort rauða spjaldið hafi veitt þeim meiri hvatningu en þeir tóku slaginn. Þú þarft ákveðið viðhorf til að spila svona leiki og strákarnir voru með það. Við spiluðum þann leik sem við þurftum að spila, þetta var ekki okkar leikur. Ég hef ekki séð atvikið aftur en þeir skoðuðu það og þetta var sennilega rautt spjald."

„Það er mjög flókið að leggja upp hluti með alla þessa menn frá. Við erum ekki með miðjumenn og það sem við erum að gera er ekki náttúrulegt."


Arsenal mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina áður en liðið mætir Liverpool aftur í seinni undanúrslitaleiknum á fimmtudag.

„Það er aukin hvatning í því að spila nágrannaslag við Tottenham á sunnudag og það gefur okkur orku þegar okkur vantar hana. Það eru engar afsakanir, við verðum að spila þann leik," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner