Millwall 3 - 0 Dagenham and Redbridge
1-0 Mihailo Ivanovic ('30 )
2-0 Casper De Norre ('70 )
3-0 Raees Bangura-Williams ('85 )
1-0 Mihailo Ivanovic ('30 )
2-0 Casper De Norre ('70 )
3-0 Raees Bangura-Williams ('85 )
Millwall er komið áfram í fjórðu umferð enska bikarsins eftir þægilegan sigur á heimavelli gegn utandeildarliði Dagenham & Redbridge. Milwall mun mæta Leeds í næstu umferð.
Millwall var sterkari aðilinn og skoruðu Mihailo Ivanovic, Casper De Norre og Raees Bangura-Williams mörkin í 3-0 sigri.
Millwall hefur tapað í þriðju umferð enska bikarsins síðustu þrjú ár í röð en þar áður komst liðið í tvígang í fjórðu umferð.
Það eru liðin fimm ár síðan Millwall komst alla leið í sjöttu umferð enska bikarsins - eða 8-liða úrslit. Þar tapaði liðið gegn Brighton eftir vítaspyrnukeppni.
Millwall komst lengst í bikarnum tímabilið 2003-04 þar sem liðið náði alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar gegn Manchester United.
Romain Esse var ekki í hóp í dag en talið er að hann sé að ganga í raðir Crystal Palace á næstu dögum.
Athugasemdir