Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 13. febrúar 2021 15:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís Jane skoraði eftir 15 mínútur í fyrsta leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það tók ekki langan tíma fyrir íslensku landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur að skora sitt fyrsta mark fyrir sænska félagið Kristianstad.

Sveindís Jane, sem er aðeins 19 ára, fór á kostum með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Breiðablik var Íslandsmeistari og hún var besti leikmaður deildarinnar.

Hún var í láni hjá Breiðabliki frá Keflavík, en eftir tímabilið á Íslandi gekk hún í raðir þýska stórliðsins Wolfsburg. Hún mun fyrst um sinn leika með Kristianstad á láni þar sem hún spilar undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttur.

Kristianstad er núna að spila æfingaleik við Häcken og er staðan 1-1. Það var auðvitað Sveindís Jane sem skoraði mark Kristianstad eftir aðeins 15 mínútna leik, en síðan þá er Häcken búið að jafna metin.

Kristianstad er á leið inn í afar stórt tímabil þar sem liðið mun í fyrsta sinn taka þátt í Meistaradeild Evrópu. Elísabetu hefur þjálfað liðið frá 2009 og Sif Atladóttir er einnig á mála hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner