Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
   fim 13. febrúar 2025 18:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arsenal staðfestir meiðsli Havertz - Á leið í aðgerð
Mynd: Getty Images
Kai Havertz, sóknarmaður Arsenal verður frá út tímabilið eftir að hafa meiðst í æfingaferð til Dúbaí á dögunum.

Hann sleit vöðva aftan í læri en Arsenal hefur staðfest að hann þurfi að fara í aðgerð og hann verður ekki klár í slaginn fyrr en í fyrsta lagi á undirbúningstímabilinu fyrir næsta tímabil.

Það eru mikil meiðslavandræði í herbúðum Arsenal en sóknarmennirnir Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Gabriel Jesus eru einnig fjarverandi.

Félagið hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki sótt framherja í janúarglugganum. Félagið gæti þó neyðst til að fá leikmann á frjálsri sölu eftir tíðindi dagsins.
Athugasemdir
banner
banner