Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
   fim 13. febrúar 2025 12:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sóknarmenn sem Arsenal gæti sótt frítt - Einn spilaði með Víkingi
Vela lék með Arsenal í upphafi ferilsins og gerði það svo gott í Bandaríkjunum.
Vela lék með Arsenal í upphafi ferilsins og gerði það svo gott í Bandaríkjunum.
Mynd: Getty Images
Kemar Roofe lék með Víkingum snemma á ferli sínum.
Kemar Roofe lék með Víkingum snemma á ferli sínum.
Mynd: Getty Images
Arsenal er í meiðslakrísu. Kai Havertz er frá út tímabilið og þá eru Bukayo Saka, Gabriel Jesus og Gabriel Martinelli einnig á meiðslalistanum.

Arsenal ætlaði sér að kaupa sóknarmann í janúarglugganum en það gekk ekki eftir.

Núna er eini möguleikinn fyrir félagið að fá leikmenn inn á frjálsri sölu. Það er algjört neyðarúrræði þar sem það eru ekki margir öflugir leikmenn á lausu núna.

Sky Sports tók saman lista yfir leikmenn sem Arsenal gæti skoðað sem eru án félags í augnablikinu. Þar er fyrst nefndur Mariano Diaz sem var áður hjá Real Madrid. Það var frægt þegar hann fékk treyju númer 7 hjá Madrídarstórveldinu stuttu eftir að Cristiano Ronaldo fór frá félaginu en hann gerði nú ekki mikið í Madríd.

Tveir fyrrum leikmenn Arsenal, Carlos Vela og Lucas Perez, eru á lausu og þá er Diego Costa, fyrrum leikmaður Chelsea, án félags í augnablikinu. Hann er orðinn 36 ára gamall og reyndist Arsenal oft erfiður á árum áður.

Maxi Gomez, Wissam Ben Yedder og Kemar Roofe, sem á það á ferilskránni að hafa spilað með Víkingum í Reykjavík, eru einnig á lausu.

Þetta er ekkert sérlega spennandi markaður fyrir lið sem stefnir á það að verða Englandsmeistari.
Athugasemdir
banner
banner