Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
   fim 13. febrúar 2025 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Slot í tveggja leikja bann
Handabandið eftir leikinn í gær.
Handabandið eftir leikinn í gær.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefur gefið það út að Arne Slot sé á leið í tveggja leikja hliðarlínubann í kjölfar rauða spjaldsins sem hann fékk eftir leik Everton og Liverpool í gær.

Stjóri Liverpool var ósáttur í leikslok og lét Michael Oliver, dómara leiksins, heyra það. Hann er sagður hafa notað móðgandi eða ógnandi orðalag við dómarann sem lyfti rauða spjaldinu.


Þetta er annað leikbannið sem Slot fær í vetur, áður hafði hann fengið bann vegna þriggja gulra spjalda. Slot verður ekki á hliðarlínunni í leikjum gegn Wolves og Aston Villa.

Leikurinn í gær endaði með dramatísku 2-2 jafntefli þar sem James Tarkowski skoraði jöfnunarmarkið fyrir Everton í blálokin. Eftir lokaflautið fengu leikmennirnir Abdoulaye Doucoure (Everton) og Curtist Jones (Liverpool) rautt spjald sem og Sipke Hulshoff sem er aðstoðarmaður Slot.
Athugasemdir
banner
banner
banner