Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 13. apríl 2021 09:47
Magnús Már Einarsson
Forseti ASÍ gagnrýnir KSÍ í opnu bréfi
Verkamaður í Katar.
Verkamaður í Katar.
Mynd: Getty Images
Miðstjórn ASÍ birti í dag opið bréf í Morgublaðinu en það er Drífa Snædal, forseti ASÍ, ritar undir bréfið fyrir hönd miðstjórnarinnar.

„Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ taki af­drátt­ar­lausa og löngu tíma­bæra af­stöðu með rétt­ind­um verka­fólks og gagn­rýni með skýr­um hætti yf­ir­völd í Kat­ar og yf­ir­stjórn FIFA. Knatt­spyrna má aldrei verða á kostnað mann­rétt­inda!“ segir meðal annars í bréfinu.

Bréfið er skrifað til að vekja athygli á meðhöndlun sem farandverkafólk í Katar hefur fengið í tengslum við byggingar á leikvöngum þar í landi fyrir HM á næsta ári.

Í grein The Guardian á dögunum kom fram að 6500 farandverkamenn hefð látið lífið við uppbyggingu mannvirkja og vegaframkvæma vegna mótsins.

Í bréfi ASÍ er bent á að landslið Nor­egs, Hol­lands og Þýska­lands hafi sýnt sam­stöðu með verka­fólki í Kat­ar. Ekk­ert hafi heyrst frá KSÍ, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morgu­blaðinu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner