Manchester United er 2-1 undir gegn Bournemouth í hálfleik á Vitality-leiknvaingum en varnarleikur beggja liða var afar slakur í öllum þremur mörkunum.
Dominic Solanke, framherji Bournemouth, hefur verið heitur á tímabilinu en hann gerði fyrra mark liðsins. Boltinn kom til baka á hinn 19 ára gaml Willy Kambwala, sem var í vörn United, en varnarmaðurinn var í basli með Solanke.
Solanke var einfaldlega sterkari og náði að fífla Kambwala áður en hann skoraði með föstu skoti í vinstra hornið.
Sjáðu markið hjá Solanke
United svaraði með marki Bruno Fernandes. Bournemouth hætti nánast að spila því liðið vildi aukaspyrnu í tvígang en United nýtti sér það vel með þrumuskoti Fernandes upp í þaknetið.
Sjáðu markið hjá Fernandes
Bournemouth komst aftur í forystu nokkrum mínútum síðar með marki Justin Kluivert. Hann fékk stórt pláss vinstra megin við teiginn, keyrði í átt að marki áður en hann setti boltann í vinstra hornið. Afar einfalt fyrir Kluivert.
Sjáðu markið hjá Kluivert
Athugasemdir