Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 13. maí 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hallgrímur Mar orðinn leikjahæstur í sögu KA - 3 mörk í Hrein
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hallgrímur Mar Steingrímsson varð í gær leikjahæsti leikmaður í sögu KA þegar hann spilaði gegn Leikni á Dalvíkurvelli.

Hallgrímur var fyrir leikinn jafn Sandor Matus með 231 leik spilaðan.

Leikurinn í gær var hans 232.

Hallgrímur skoraði tvö mörk í gær, bæði úr vítaspyrnum.

Hann á þrjú mörk í það að jafna markafjölda Hreins Hringssonar sem er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 73 mörk.

Grímsi er orðinn markahæsti leikmaður KA í efstu deild með 30 mörk.

Hallgrímur hefur skorað fjögur mörk samtals í síðustu tveimur leikjum.

„Mjög jákvætt, þó að þetta séu víti, þú þarft að skora úr vítunum."

Sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, í viðtali eftir leik.
Addi Grétars: Bara staðreynd, aðstaðan er mjög slæm
Binni og Grímsi í KA-Special - „Sterkasta KA-liðið by a mile"
Athugasemdir
banner
banner
banner