mán 13. júní 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Horfa Rashford og Sancho á HM heima í stofu?
Þeir eiga verk að vinna.
Þeir eiga verk að vinna.
Mynd: EPA
Gareth Southgate varar Marcus Rashford og Jadon Sancho, leikmenn Manchester United, við því að þeir þurfi að sýna það að þeir eigi heima í landsliðshópnum fyrir HM í Katar sem hefst í nóvember.

„Þeir eiga verk að vinna," segir Southgate en hvorugur leikmannana er í enska landsliðshópnum í þessum glugga. Southgate hefur talað um að hann þurfi ekki að útskýra fjarveru þeirra.

Manchester United er að koma úr erfiðu tímabili og Rashford og Sancho náðu sér ekki á strik. Þeir hafa einfaldlega ekki spilað nægilega vel til að eiga skilið landsliðssæti.

Eftir þennan glugga mun England aðeins eiga einn glugga í viðbót áður en haldið verður til Katar þann 15. nóvember. Spilað verður gegn Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni 23. og 26. september.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner