mán 13. júní 2022 14:25
Elvar Geir Magnússon
Koma innspörk í stað innkasta?
Mynd: Getty Images
Verið er að skoða hvort taka eigi upp innspörk í stað innkasta í fótboltanum. Þetta hefur verið til umræðu á efstu valdastigum íþróttarinnar en ekki er þó enn komin áætlun um að gera tilraunir með þessa hugmynd.

Arsene Wenger starfar fyrir FIFA og kom með þessa hugmynd, ásamt fleirum, á síðasta ári.

Innköst hafa verið notuð í fótboltanum síðan 1860 en Wenger segir vandamál að þau séu mikið notuð til að tefja leikinn. Með því að taka innspörk komi meiri hraði í leikinn.

Hann leggur þó áherslu á að gera þurfi tilraunir með þetta fyrst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner