Portúgalski miðillinn O Jogo greinir frá því að miðvörðurinn Pepe hafi hafnað tækifæri til að ganga til liðs við Vasco da Gama í Brasilíu.
Hinn 41 árs gamli Pepe er samningslaus eftir að hafa verið hjá Porto síðustu fimm ár, en hann hefur verið mikilvægur hlekkur í liðinu þrátt fyrir hækkandi aldur.
Pepe skoraði 3 mörk í 34 leikjum á síðustu leiktíð og var byrjunarliðsmaður í sterku landsliði Portúgal á EM í sumar.
Næsta skref á ferlinum er óljóst en mögulegt er að Pepe skipti yfir til Sádi-Arabíu eða Bandaríkjanna. Hann vill ekki spila fyrir félagslið í Brasilíu af hræðslu við að geta verið beittur ofbeldi utan vallar.
Pepe er smeykur um að átök innan vallar séu líklegri til eftirmála í Brasilíu heldur en í öðrum deildum, en kantmaðurinn Willian hefur verið notaður sem dæmi. Hann segist hafa yfirgefið brasilíska boltann vegna hótana í sinn garð og fjölskyldu sinnar, eftir að hafa verið hjá Corinthians tímabilið 2021-22.
Athugasemdir