Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 13. ágúst 2024 19:18
Brynjar Ingi Erluson
Matthijs de Ligt til Man Utd (Staðfest)
Mynd: Man Utd
Manchester United hefur tilkynnt kaupin á hollenska varnarmanninum Matthijs De Ligt en hann kemur frá Bayern München fyrir 43 milljónir punda.

De Ligt er 25 ára gamall miðvörður með gríðarlega reynslu en hann hefur þegar spilað tæpa 400 leiki með félagsliðum og landsliði.

Hann spilaði undir stjórn Erik ten Hag hjá AJax. Þar fagnaði hann mögnuðum árangri er Ajax komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu árið 2019. Eftir tímabilið samdi hann við Juventus.

Varnarmaðurinn lék þrjú tímabil með Juventus og fór síðan þaðan til Bayern München.

United gekk á dögunum frá samkomulagi við Bayern um kaup á De Ligt. Kaupverðið er um 43 milljónir punda og gerir De Ligt langtímasamning við United.

Félagið staðfesti kaupin á honum í dag og vinnur nú að því að klára kaupin á hægri bakverðinum Noussair Mazraoui, en hann er einnig að koma frá Bayern.


Athugasemdir
banner
banner
banner