Tyrklandsmeistarar Istanbul Basaksehir eru búnir að krækja í tvo leikmenn til að styrkja hópinn fyrir nýtt tímabil.
                
                
                                    Belgíski landsliðsmaðurinn Nacer Chadli er genginn í raðir félagsins eftir tvö léleg ár hjá Mónakó í franska boltanum.
Chadli, 31 árs, skrifaði undir eins árs samning með möguleika á eins árs framlengingu. Hann gerði garðinn frægan með Tottenham og West Brom í enska boltanum og á 59 leiki að baki fyrir Belgíu.
Brasilíski bakvörðurinn Rafael da Silva er einnig fluttur til Istanbúl eftir fimm ár í Lyon.
Rafael, 30 ára, kemur á frjálsri sölu en hann spilaði 139 leiki hjá Lyon. Þar áður hafði hann spilað 170 leiki fyrir Manchester United.
Rafael á tvo A-landsleiki að baki fyrir Brasilíu, þar hefur ávalt verið hörð barátta um bakvarðarstöðurnar.
Chadli og Rafael finna tvær aðrar fyrrum úrvalsdeildarstjörnur í röðum Basaksehir.
Martin Skrtel, fyrrum miðvörður Liverpool, og Demba Ba, fyrrum sóknarmaður West Ham, Newcastle og Chelsea, eru á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        