Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. október 2020 13:25
Elvar Geir Magnússon
Kári og Raggi fengu sér göngutúr með Frikka
Icelandair
Raggi og Kári í göngutúr.
Raggi og Kári í göngutúr.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrátt fyrir að Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason verði ekki með íslenska landsliðinu í leiknum gegn Belgíu, vegna meiðsla, þá eru þeir enn með hópnum.

Raggi og Kári hafa myndað besta miðvarðapar í sögu íslenska boltans og verða vonandi báðir klárir í slaginn í næsta mánuði þegar Ísland mætir Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.

Á meðan íslenska landsliðið æfði í dag fóru Raggi og Kári á æfingu með Frikka sjúkraþjálfara og röltu fram og til baka.

Kári er búinn að losa sig við gönguspelkuna og virtist ekki haltra þegar hann rölti um. Þess má geta að hann á 38 ára afmæli í dag og fær að sjálfsögðu afmæliskveðjur frá Fótbolta.net.

Leikur Íslands og Belgíu verður annað kvöld en mögulegt er að leikurinn sé í hættu þar sem óstaðfestar grunsemdir hafa vaknað um smit í umhverfi íslenska landsliðsins eins og greint var frá í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner