Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 13. nóvember 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Son og Nuno bestir í október
Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, hefur verið valinn leikmaður október mánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Son skoraði fjögur mörk í mánuðinum og þar á meðal tvö í 6-1 útisigri gegn Manchester United.

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, var valinn stjóri mánaðarins.

Wolves náði í tíu stig af tólf mögulegum í október.

Manuel Lanzini, miðjumaður West Ham, var verðlaunaður fyrir mark mánaðarins en hann skoraði með stórglæsilegu skoti á lokasekúndunum í 3-3 jafntefli gegn Tottenham.

Athugasemdir
banner
banner