Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mið 13. nóvember 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fofana ekki með Frökkum vegna leikjaálags
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn öflugi Wesley Fofana var valinn í franska landsliðshópinn fyrir landsleikjahléð en hefur dregið sig úr hópnum.

Fofana átti frábæran leik í 1-1 jafntefli Chelsea gegn Arsenal um helgina og hefur verið mikilvægur partur af sterku liði Chelsea á upphafi tímabils.

Fofana missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla á hné og eru þjálfarateymin hjá Chelsea og Frakklandi sammála um að best sé að gefa þessum sterka varnarmanni hvíld á milli leikja.

Hann er aðeins búinn að spila annan hvern leik fyrir Chelsea á tímabilinu en er þrátt fyrir það með bólgu á hnénu útaf alltof miklu leikjaálagi.

Didier Deschamps samþykkti því beiðni frá Chelsea um að senda Fofana aftur heim til London í landsleikjahlénu þar sem hann getur hvílt hnéð og mætt ferskur aftur til leiks í seinni hluta nóvember.

Fofana er 23 ára gamall og gæti myndað ótrúlega öflugt miðvarðapar með William Saliba í framtíð franska landsliðsins. Þeir munu þó berjast við menn á borð við Jules Koundé, Dayot Upamecano og Ibrahima Konaté um byrjunarliðssæti í ógnvekjandi landsliðshóp Frakka.
Athugasemdir
banner
banner
banner