Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mið 13. nóvember 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maðurinn sem sótti Orra Stein lætur af störfum
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Getty Images
Roberto Olabe, maðurinn sem sótti Orra Stein Óskarsson til Real Sociedad, mun láta af störfum hjá spænska félaginu eftir yfirstandandi tímabil.

Olabe hefur starfað sem yfirmaður fótboltamála hjá Sociedad frá árinu 2018.

Þetta eru óvænt tíðindi en Olabe var með samning til 2026. Hann er mikils metinn í fótboltaheiminum og talið er að áhuginn á honum frá stærri félögum verði mikill.

Þessi 57 ára gamli Spánverji hefur áður verið orðaður við störf hjá Real Madrid og Aston Villa.

Orri Steinn varð í sumar dýrasti leikmaður í sögu Sociedad þegar það borgaði FC Kaupmannahöfn 20 milljónir evra fyrir hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner