Ísland sigraði Indónesíu örugglega í síðari vináttuleik þjóðanna í dag. Hér er einkunnagjöf Fótbotla.net fyrir leikinn.
Rúnar Alex Rúnarsson 4
Gerði skelfileg mistök þegar hann missti fyrirgjöf í marki Indónesíu. Var öruggur þess fyrir utan en markið dregur hann niður.
Samúel Kári Friðjónsson 7 (´69)
Er vanari því að spila á miðjunni en leysti hægri bakvörðinn vel. Löng innköst hans ógnandi eins og í fyrri leiknum.
Jón Guðni Fjóluson 8
Mjög traustur og hélt sóknarmönnum Indónesíu í skefjum. Fyrirliði í seinni hálfleiknum.
Hólmar Örn Eyjólfsson 6 (´46)
Stóð vaktina nokkuð vel. Gat lítið gert í markinu sem Indónesía skoraði.
Felix Örn Friðriksson 6
Fékk tækifæri í byrjunarliði í fyrsta skipti og skilaði sínu ágætlega.
Arnór Ingvi Traustason 6 (´27)
Náði einungis að spila 23 mínútur áður en hann meiddist.
Ólafur Ingi Skúlason 6 (´46)
Fyrirliði í leikjunum. Átti eina slaka sendingu sem kostaði færi og fékk skallafæri sem hann nýtti ekki. Hefur spilað betur.
Arnór Smárason 7
Var í smá brasi framan af en óx ásmeginn. Skoraði annað markið
Aron Sigurðarson 6
Reyndi að ógna allan leikinn en hefði átt að skora. Fór illa með góð færi í sitthvorum hálfleiknum.
Kristján Flóki Finnbogason 6 (´76)
Gerði tilkalll til vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Lét annars ekki jafnmikið að sér kveða og í síðasta leik
Andri Rúnar Bjarnason 7 (´46)
Átti ekki að vera í hoṕnum upphaflega en byrjaði síðan báða leikinn. Lagði upp mark í dag og átti fína spretti eftir að hafa skorað síðast.
Varamenn
Albert Guðmundsson 10 (´27) - Maður leiksins
Maður leiksins líkt og í fyrri leiknum. Skoraði þrennu og var sífellt ógnandi.
Orri Sigurður Ómarsson 7 (´46)
Átti fína innkomu í sínum þriðja landsleik á ferlinum.
Hilmar Árni Halldórsson 6 (´46)
Skilaði fínu dagsverki á miðjunni.
Óttar Magnús Karlsson 7 (´46)
Átti skalla í slá sem skapaði annað markið. Fór síðan illa með dauðafæri.
Viðar Ari Jónsson 6 (´69)
Reyndi lítið á hann í þær tuttugu mínútur sem hann spilaði.
Tryggvi Hrafn Haraldsson (´76)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir