Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 14. febrúar 2020 21:21
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: FH sigraði Þrótt R.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH 3 - 1 Þróttur R.
1-0 Morten Beck Andersen ('16)
2-0 Jónatan Ingi Jónsson ('42)
2-1 Lárus Björnsson ('61)
3-1 Þórir Jóhann Helgason ('62)

FH er búið að vinna fyrstu tvo leiki sína í Lengjubikarnum eftir sigur á Þrótti R. í dag en þó liðið hafi tapað 1-0 gegn HK síðasta föstudag var þeim dæmdur 0-3 sigur því HK notaði ólöglegan leikmann.

Morten Beck Andersen kom Hafnfirðingum yfir snemma leiks og tvöfaldaði Jónatan Ingi Jónsson forystuna fyrir leikhlé.

Lárus Björnsson minnkaði muninn fyrir Þrótt en Þórir Jóhann Helgason svaraði strax fyrir FH og innsiglaði sigurinn, lokatölur 3-1.

FH-ingar eru með sex stig eftir tvær umferðir en þetta var fyrsti leikur Þróttara.
Athugasemdir
banner
banner