Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   mið 14. febrúar 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wilder ákærður fyrir að kalla dómarann óheiðarlegan
Mynd: Getty Images
Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sem hann lét falla eftir 3-2 tap gegn Crystal Palace í lok janúar.

Eftir leik sagði hann dómgæsluna í leiknum hafa verið hlægilega og nefndi að úrvalsdeildardómari hafi varað sig við þessu fyrir leikinn. Úrvalsdeildardómarinn ónefndi sagði við Wilder að allar 50/50 ákvarðanir myndu falla gegn Sheffield í leiknum.

Enska knattspyrnusambandið samþykkir ekki þessi ummæli, þar sem Wilder var augljóslega að ýja að óheiðarleika innan dómarastéttarinnar með því að láta þau út úr sér.

Wilder hefur tíma til föstudags til að verjast ákærunni með áfrýjun.

Wilder var afar ósáttur eftir tapið gegn Crystal Palace og lét dómarateymið heyra í sér. Í viðtölum eftir leik kvartaði hann meðal annars undan samlokuáti eins aðstoðardómarans.

Tony Harrington dæmdi viðureignina þar sem Sheffield tapaði 3-2 þrátt fyrir að taka forystuna í tvígang.

   02.02.2024 10:00
Wilder: Vonandi naut hann samlokunnar

Athugasemdir
banner