Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 14. mars 2025 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Þórir Jóhann spilaði í fjórða tapinu í röð
Fabio Miretti
Fabio Miretti
Mynd: EPA
Genoa 2 - 1 Lecce
1-0 Fabio Miretti ('16 )
2-0 Fabio Miretti ('45 )
2-1 Nikola Krstovic ('68 , víti)

Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Lecce þegar liðið tapaði gegn Genoa í ítölsku deildinni í kvöld.

Ruslaan Malinovsky var í fyrsta sinn í byrjunarliði Genoa í sex mánuði eftir að hafa jafnað sig af meiðslum.

Hann lét svo sannarlega til sín taka en hann átti frábæra sendingu yfir vörn Lecce eftir stundafjórðung og Fabio Miretti skoraði með glæsilegu viðstöðulausu skoti.

Í uppbótatíma fyrri hálfleiks var sama uppskriftin rifin upp. Malinovsky lagði upp annað mark liðsins á Miretti sem skoraði sitt annað mark.

Nikola Krstovic minnkaði muinn fyrir Lecce með marki úr vítaspyrnu og liðið reyndi hvað það gat að ná í jöfnunarmark en það tókst ekki. Þórir Jóhann spilaði 82. mínútur í kvöld. Liðið er aðeins þremur stigum frá fallsæti eftir fjórða tapleikinn í röð en Genoa er í 12. sæti með 35 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 35 16 15 4 52 32 +20 63
5 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
6 Lazio 35 18 9 8 58 45 +13 63
7 Bologna 35 16 14 5 53 38 +15 62
8 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
9 Milan 35 16 9 10 55 39 +16 57
10 Como 35 12 9 14 45 48 -3 45
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 35 9 12 14 30 43 -13 39
14 Cagliari 35 8 9 18 36 51 -15 33
15 Parma 35 6 14 15 40 54 -14 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 35 4 13 18 27 55 -28 25
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner
banner
banner