Fylkismaðurinn Daði Ólafsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Frá þessu greinir hann í færslu á samfélagsmiðlum í kvöld.
„Besti klúbbur í heimi, takk fyrir mig!" skrifar Daði.
„Besti klúbbur í heimi, takk fyrir mig!" skrifar Daði.
„Leave football before football leaves you. Ákvörðun sem mig langaði ekki að taka en neyðist því miður til. Ég ætlaði alltaf að vinna eina af stóru dollunum með Fylki og það markmið er enn til staðar en ég mun gera það í öðru hlutverki," segir Daði.
Meiðsli hafa verið að gera Daða erfitt fyrir upp á síðkastið. Hann er 31 árs en hann sleit krossband fyrir um tveimur árum síðan.
„Þetta eru með erfiðari krossbandameiðslum sem ég hef orðið vitni að. Hann fór í fjórar aðgerðir og hefur þurft að hafa djöfulli mikið fyrir því að koma til baka," sagði Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, við Fótbolta.net í fyrra.
Daði lék allan sinn feril með Fylki fyrir utan fimm leiki með ÍR sumarið 2016. Alls hefur hann spilað 179 KSÍ-leiki og skorað 13 mörk.
Fylkir spilar í Lengjudeildinni í sumar en það eru rúmar tvær vikur í að sú deild verði flautuð á.
Athugasemdir