Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 14. maí 2024 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikin: Bentancur og Éderson brjáluðust
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Það er funheit viðureign í gangi þar sem Manchester City leiðir á lokamínútunum í gríðarlega mikilvægum leik gegn Tottenham.

Liðin eigast við í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þar sem bæði lið eru í harðri baráttu og þurfa á sigri að halda.

Úrúgvæski miðjumaðurinn Rodrigo Bentancur byrjaði leikinn en var skipt af velli á 55. mínútu, skömmu eftir opnunarmark Erling Haaland.

Hann var ekki sáttur með að vera skipt útaf og tók reiðina út á sætinu á varamannabekk Tottenham.

Sjáðu atvikið

Skömmu síðar lenti Éderson, markvörður Man City, í harkalegum árekstri við Cristian Romero, leikmann Tottenham sem fékk gult spjald fyrir sinn þátt, og tók læknateymi City ákvörðun um að skipta markverðinum útaf vegna mögulegra höfuðmeiðsla.

Ederson tók alls ekki vel í þessa ákvörðun og átti erfitt með tilfinningar eftir að hann settist á bekkinn, þar sem hann reiddist fyrst ógurlega áður en hann fór að gráta.

Sjáðu áreksturinn

Stefan Ortega kom inn af bekknum og hefur staðið sig frábærlega á milli stanganna með mikilvægum markvörslum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner