Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. júní 2022 12:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kompany tekinn við Burnley (Staðfest)
Mynd: Burnley
Burnley er búið að finna nýjan stjóra fyrir komandi átök í ensku Championship-deildinni.

Belginn Vincent Kompany hefur verið ráðinn stjóri liðsins en hann tekur við eftir að hafa stýrt Anderlecht í Belgíu síðustu tvö árin.

Sean Dyche hafði stýrt Burnley frá árinu 2012 þegar hannn var látinn fara í apríl og Mike Jackson stýrði Burnley út tímabilið.

Niðurstaðan hjá Burnley - eftir mikla fallbaráttu - var fall úr ensku úrvalsdeildinni og nú er það verk Kompany að stýra liðinu.

Kompany er fyrrum fyrirliði Manchester City og belgíska landsliðsins. Sem leikmaður vann hann ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum og belgísku deildina tvisvar.
Athugasemdir
banner
banner