Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 14. júní 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Atalanta náði samkomulagi um De Ketelaere - Áhugi á Zaniolo
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að belgíski sóknartengiliðurinn Charles De Ketelaere er að ganga til liðs við Atalanta eftir að hafa átt frábært tímabil á láni hjá félaginu.

AC Milan keypti De Ketelaere fyrir tveimur árum síðan og kostaði leikmaðurinn þá 35 milljónir evra. Hann fékk mikið af tækifærum hjá Milan en stóðst engan veginn þær væntingar sem til hans voru gerðar.

Hann var því lánaður til nágrannafélagsins Atalanta í fyrra og átti hann frábært tímabil undir stjórn Gian Piero Gasperini.

De Ketelaere kom að 25 mörkum í 50 leikjum með Atalanta og er félagið núna að festa kaup á leikmanninum fyrir um 25 milljónir evra - þökk sé kaupmöguleika sem fylgdi með lánssamningi hans í fyrra. Milan mun nota peninginn sem fæst fyrir Belgann til að kaupa Joshua Zirkzee frá Bologna.

Þá hefur Atalanta áhuga á öðrum sóknartengiliði sem hefur sýnt magnaða takta inn á milli þess að eiga afar erfitt uppdráttar.

Sá heitir Nicoló Zaniolo og er samningsbundinn Galatasaray næstu árin, en tyrkneska stórveldið er tilbúið til að selja leikmanninn.

Zaniolo lék með Aston Villa á láni á síðustu leiktíð en tókst ekki að hrífa þjálfarateymið á Villa Park þrátt fyrir frábæra frammistöðu inn á milli.

Zaniolo gerði garðinn frægan með AS Roma og á 19 A-landsleiki að baki, en hann verður 25 ára gamall í byrjun júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner