Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. júlí 2019 17:59
Arnar Helgi Magnússon
3. deild: KF skýst upp fyrir Vængina og KV í töflunni
Einherji sigraði Sindra
Einherji sigraði Sindra
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tveimur leikjum var nú að ljúka í 3. deild en fyrr í dag kláruðust fjórir leikir og úrslitin úr þeim má sjá hér.

Á Ólafsfjarðarvelli mættust KF og Augnablik, lið sem eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar.

Ljubomir Delic var hetja heimanna í leiknum en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri. Mörkin komu í fyrri hálfleik. KF skýst upp fyrir KV í töflunni og situr nú í 2. sæti. Augnablik með sjö stig í tíunda sæti.

Á Vopnafirði mættust Einherji og Sindri. Leikurinn var fjörugur til að byrja með en þrjú mörk voru komin strax á fyrstu tuttugu mínútum leiksins.

Helgi Már Jónsson kom Einherja yfir strax á 3. mínútu en Mykolas Krasnovskis jafnaði fyrir Sindra eftir rúmlega stundarfjórðung.

Þremur mínútum síðar kom Todor Hristov Einherja yfir á nýjan leik. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma í síðari hálfleik sem að Tómas Leó Ásgeirsson jafnaði metin fyrir Sindra. Þvílík dramatík! Lokatölur á Vopnafirði 2-2.

KF 2 - 0 Augnablik
1-0 Ljubomir Delic ('35)
2-0 Ljubomir Delic (41)

Einherji 2 - 2 Sindri
1-0 Helgi Már Jónsson ('3)
1-1 Mykolas Krasnovskis ('16)
2-1 Todor Hristov ('19)
2-2 Tómas Leó Ásgeirsson ('90)

ATH: Einhver tíma gæti tekið fyrir stöðutöfluna að uppfæra sig
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner