Arsenal gefst upp á Nico Williams - Fabio Vieira aftur til Porto - Brighton nær samkomulagi við Fenerbahce - Greenwood skiptir um landslið
   sun 14. júlí 2024 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
Kambwala stóðst læknisskoðun hjá Villarreal
Kambwala mun reyna fyrir sér í spænska boltanum á næstu leiktíð.
Kambwala mun reyna fyrir sér í spænska boltanum á næstu leiktíð.
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn efnilegi Willy Kambwala er búinn að standast læknisskoðun hjá spænska félaginu Villarreal og verður tilkynntur sem nýr leikmaður á næstu dögum.

Villarreal borgar 10 milljónir evra til að kaupa hinn 19 ára gamla Kambwala frá Manchester United, en Rauðu djöflarnir eru með endurkaupsrétt á leikmanninum og fá háa prósentu af næstu sölu leikmannsins frá Villarreal.

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu, en Kambwala spilaði sinn fyrsta leik fyrir Man Utd í september í fyrra og spilaði 10 leiki yfir tímabilið, þar sem mikil meiðslavandræði hrjáðu varnarlínu Rauðu djöflanna.

Kambwala á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Man Utd og vill fá meiri spiltíma en er í boði á Old Trafford.

Kambwala er franskur og hefur verið kallaður upp í U16 og U20 landsliðin, en ekki fengið að spreyta sig í keppnisleik.
Athugasemdir
banner
banner