Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 14. ágúst 2022 16:01
Aksentije Milisic
Championship: Blackburn á toppinn með fullt hús stiga

Þriðja umferðin í Championship deildinni kláraðist í dag en þá voru tveir leikir á dagskrá.


Middlesbrough, sem hefur farið illa af stað í deildinni, gerði 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Sheffield United.

Sheffield komst tvisvar sinnum í forystu en heimamenn náðu að jafna í bæði skiptin. Middlesbrough er með tvö stig eftir þrjá leiki en Sheffield er með fjögur.

Blackburn komst svo á toppinn eftir 2-1 sigur á WBA. Blackburn hefur nú unnið alla sína leiki og er með markatöluna 6-1.

WBA, undir stjórn Steve Bruce, situr í 20. sætinu með tvö stig.

Middlesbrough 2 - 2 Sheffield Utd
0-1 Sander Berge ('3 )
1-1 Chuba Akpom ('14 )
1-2 Ryan Giles ('68 , sjálfsmark)
2-2 Chuba Akpom ('82 )

Blackburn 2 - 1 West Brom
1-0 Ben Brereton ('41 )
2-0 Sam Gallagher ('47 )
2-1 Grady Diangana ('59 )


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 5 4 1 0 9 3 +6 13
2 Stoke City 5 4 0 1 9 3 +6 12
3 Bristol City 5 3 2 0 12 4 +8 11
4 Leicester 5 3 1 1 8 5 +3 10
5 West Brom 5 3 1 1 6 4 +2 10
6 Coventry 5 2 3 0 15 7 +8 9
7 Swansea 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Preston NE 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Portsmouth 5 2 2 1 4 3 +1 8
10 Norwich 5 2 1 2 7 6 +1 7
11 Birmingham 5 2 1 2 4 5 -1 7
12 QPR 5 2 1 2 9 12 -3 7
13 Millwall 5 2 1 2 4 7 -3 7
14 Ipswich Town 5 1 3 1 9 5 +4 6
15 Blackburn 5 2 0 3 5 5 0 6
16 Southampton 5 1 3 1 6 6 0 6
17 Watford 5 1 2 2 5 6 -1 5
18 Charlton Athletic 5 1 2 2 3 5 -2 5
19 Derby County 5 1 2 2 8 11 -3 5
20 Hull City 5 1 2 2 7 11 -4 5
21 Wrexham 5 1 1 3 8 10 -2 4
22 Oxford United 5 0 2 3 6 9 -3 2
23 Sheff Wed 5 0 1 4 3 12 -9 1
24 Sheffield Utd 5 0 0 5 1 12 -11 0
Athugasemdir
banner