Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. september 2021 21:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Tvö lið á toppnum með sömu markatölu
Solanke skoraði annað mark Bournemouth.
Solanke skoraði annað mark Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Það var ekki bara leikið í Meistaradeildinni í kvöld, það var einnig leikið í ensku Championship-deildinni, sem er næst efsta deildin á Englandi.

Þar eru West Brom og Bournemouth saman á toppnum, með alveg eins markatölu, eftir leiki kvöldsins.

Bournemouth lagði QPR að velli á meðan West Brom gerði markalaust jafntefli við lærisveina Wayne Rooney í Derby County. Derby, sem átti í miklum vandræðum utan vallar síðasta sumar, situr í 14. sæti og því ekki annað hægt að segja en að Rooney sé að gera ágætis hluti.

Blackburn, Huddersfield og Reading tóku þrjú stig í leikjum sínum. Þá var jafntefli niðurstaðan hjá Sheffield United og Preston.

Bournemouth 2 - 1 QPR
1-0 Jaidon Anthony ('12 )
2-0 Dominic Solanke ('37 )
2-1 Sam Mccallum ('57 )

Blackburn 2 - 0 Hull City
1-0 Daniel Ayala ('61 )
2-0 Ben Brereton ('65 )

Blackpool 0 - 3 Huddersfield
0-1 Josh Koroma ('48 )
0-2 Matthew Pearson ('54 )
0-3 Jonathan Hogg ('62 )

Sheffield Utd 2 - 2 Preston NE
1-0 Morgan Gibbs-White ('7 )
1-1 Daniel Johnson ('18 )
2-1 Sander Berge ('84 )
2-2 Emil Riis Jakobsen ('90 )

Reading 3 - 1 Peterborough United
1-0 John Swift ('64 )
2-0 Tom Dele-Bashiru ('67 )
2-1 Nathan Thompson ('74 )
3-1 Tom Dele-Bashiru ('89 )

West Brom 0 - 0 Derby County
Athugasemdir
banner
banner