Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   lau 14. september 2024 15:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grindavík búið að snúa leiknum - Kristófer gerir ÍR greiða
Lengjudeildin
Kristófer Konráðsson að hafa mikil áhrif á gang mála!
Kristófer Konráðsson að hafa mikil áhrif á gang mála!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík hefur snúið leiknum gegn Njarðvík sér í vil í byrjun seinni hálfleiks og er komið í 2-1 yfir. Staðan í Safamýri var 0-1 fyrir Njarðvík í hálfleik.

Kristófer Konráðsson hefur skorað bæði mörk Grindavíkur, það seinna með ansi glæsilegri vippu.

„Vinna boltann koma honum í svæðið sem Kristófer Konráðs er aleinn úti vistra og lyftir boltanum yfir Aron Snær og kemur Grindavík yfir!!!" skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson í textalýsingu frá leiknum.

Það er ekkert undir hjá Grindavík í leiknum en Njarðvík þarf að vinna leikinn til að komast í umspilið.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Njarðvík

Með mörkunum hjá Grindavík færist Njarðvík niður fyrir ÍR í töflunni og ÍR er sem stendur í síðasta umspilssætinu.

Hægt er að fylgjast með gangi máli í leikjum dagsins í textalýsingum á forsíðu Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner