Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 14. október 2019 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Rashford: Fyrirliði Búlgaríu sýndi mikið hugrekki
Marcus Rashford í leiknum gegn Búlgaríu í kvöld
Marcus Rashford í leiknum gegn Búlgaríu í kvöld
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, var ánægður með viðbrögð Ivelin Popov, fyrirliða búlgarska landsliðsins, en hann ræddi við stuðningsmenn Búlgaríu í hálfleik og bað þá um að haga sér.

Það hefur mikið verið rætt og ritað í kvöld um hegðunina sem búlgörsku stuðningsmennirnir buðu upp á kvöld.

Búlgörskur stuðningsmennirnir voru með kynþáttaníð í garð Tyrone Mings og fleiri leikmanna enska liðsins og þurfti að stöðva leikinn í tvígang.

Leikmenn enska liðsins kláruðu leikinn og unnu hann sannfærandi, 6-0. Rashford var þó afar þakklátur Ivelin Popov, fyrirliða Búlgaríu, fyrir hans hlutverk en hann ræddi við stuðningsmenn í hálfleik og bað þá um að hætta.

„Þetta var ekki auðvelt staða að spila í þessum leik og þetta ætti ekki að vera gerast árið 2019. Ég er stoltur að við létum þetta ekki hafa áhrif á okkur og náðum í þrjá punkta en það þarf að eyða þessu úr íþróttinni," sagði Rashford á Instagram.

„Ég er þakklátur fyrir ensku stuðningsmennina. Þið ákváðuð að styðja við bakið á okkur á mjög þýðingarmikinn hátt og við erum þakklátir fyrir það. Farið varlega og góða ferð heim."

„Mér var líka sagt frá því sem fyrirliði Búlgaríu gerði í hálfleik og það þarf mikið hugrekki til að gera rétta hlutinn í þessari stöðu og það á ekki að horfa framhjá því,"
sagði hann í lokin.


Athugasemdir
banner
banner