Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 14. október 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Allir fengu frí nema Dembele
Ousmane Dembele.
Ousmane Dembele.
Mynd: Getty Images
Ousmane Dembele, leikmaður Barcelona, æfði einn á dögunum en spænskir fjölmiðlar segja að honum hafi verið skipað að æfa á meðan liðsfélagar hans fengu fjögurra daga frí.

Ronald Koeman, stjóri Barcelona, telur að Dembele sé ekki í nægilega góðu formi eftir að hafa komið til baka úr meiðslum

Dembele hefur mikið verið á meiðslalistanum síðan hann gekk í raðir Börsunga. Á þremur árum hefur hann lent í sjö vöðvameiðslum.

Dembele hefur spilað 74 leiki fyrir aðallið Barcelona, skorað 19 mörk og átt 17 stoðsendingar. Hann var í liðnum glugga orðaður við Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner