Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 14. október 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England einu sinni skorað einum færri og það gegn Íslandi
Icelandair
Raheem Sterling fagnar marki á Laugardalsvelli.
Raheem Sterling fagnar marki á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
England tapaði fyrir Danmörku þegar liðin áttust við í Þjóðadeildinni í kvöld.

Leikið var á Wembley og vann Danmörk leikinn 1-0. Christian Eriksen skoraði markið úr umdeildri vítaspyrnu.

Englendingar voru einum færri í rúman klukkutíma eftir að Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, fékk að líta tvö gul spjöld í fyrri hálfleik.

Duncan Alexander, sem er afar skarpur þegar kemur að tölfræði, bendir á það á samfélagsmiðlinum Twitter að enska landsliðið hafi aðeins einu sinni í sögunni skorað með tíu menn inn á fótboltavellinum.

Það gerðist gegn Íslandi í síðasta mánuði í Þjóðadeildinni. Raheem Sterling skoraði þá úr víti eftir að Kyle Walker hafði verið vísað af velli.

Sjá einnig:
Hvorki Englendingar né Danir skilja vítadóminn


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner