Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. nóvember 2020 11:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hamren orðaður við endurkomu til Álaborgar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands, er orðaður við þjálfarastöðuna hjá Aab Álaborg í dag.

Erik var þjálfari danska liðsins á árunum 2004-2008 og varð danskur meistari sem þjálfari þess tímabilið 2007/08.

Inge André Olsen, yfirmaður íþróttamála hjá Aab, var spurður út í Erik Hamren eftir að ljóst var að hann yrði ekki áfram þjálfari íslenska landsliðsins.

Olsen sagði að það væri ekki réttur tímapunktur til að ræða það en neitaði að staðfesta eða útiloka hvort rætt hefði verið við Hamren á þessum tímapunkti. Hann sagði þó að Hamren væri spennandi nafn.

Álaborg er í 6. sæti dönsku Superliga um þessar mundir.

Lestu grein bold.dk um málið.
Athugasemdir
banner