Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 14. nóvember 2020 14:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Le Havre í miklu brasi - Diego fastur á bekknum
Anna Björk og Berglind Björg
Anna Björk og Berglind Björg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur lítið gengið upp hjá Íslendingaliðinu Le Havre í frönsku deildinni að undanförnu. Liðið er í botnsæti deildarinnar, hefur tapað síðustu fimm leikjum og er án sigurs í síðustu sjö leikjum.

Landsliðskonurnar Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir voru á sínum stað í byrjunarliði Le Havre í dag og spiluðu allan leikinn. Liðið tapaði gegn Bordeaux, 0-2 á heimavelli. Liðið er með fjögur stig eftir átta leiki.

Í spænsku B-deildinni sat Diego Jóhannesson allan tímann á bekknum þegar Real Oviedo vann sinn þriðja sigur í röð. Liðið vann 1-2 útisigur á Zaragoza í gærkvöldi.

Diego hefur verið ónotaður varamaður í síðustu þremur leikjum og hefur ekki spilað síðan gegn Leganes fyrir fimm leikjum síðan. Diego er 27 ára gamall bakvörður sem einnig getur spilað framar á vellinum. Hann á að baki þrjá A-landsleiki og þeir síðustu komu í nóvember árið 2017.
Athugasemdir
banner
banner