Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 14. nóvember 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sergio Ramos orðinn leikjahæstur í sögu evrópskra landsliða
Spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos er orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu evrópskra landsliða eftir að hafa verið valinn í byrjunarlið Spánar sem er að spila gegn Sviss í Þjóðadeildinni þessa stundina.

Þetta er 177. landsleikur Ramos og er hann þar með búinn að spila einum leik meira heldur en ítalska goðsögnin Gianluigi Buffon sem lagði landsliðshanskana á hilluna 2018.

Ramos á orðið aragrúa af metum í hinum ýmsu keppnum. Hann hefur áorkað öllu mögulegu með Spáni og Real Madrid, eina keppnin sem hann á eftir að sigra er Evrópudeildin en hann hefur aldrei tekið þátt í henni.

Allt bendir til þess að Ramos muni halda áfram að spila fyrir landsliðið í nokkur ár til viðbótar og því er hægt að búast við að honum takist að rjúfa 200-leikja múrinn.
Athugasemdir
banner