Marcos Senesi, miðvörður Bournemouth, verður frá næstu mánuðina vegna vöðvameiðsla.
Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, greindi frá því að hann hafi þurft að fara í aðgerð og giskar á að hann verði frá í þrjá til fjóra mánuði.
Þá greindi hann frá því að Marcus Tavernier verði frá í nokkrar vikur einnig vegna vöðvameiðsla.
Þeir hafa verið fastamenn í liðinu en Senesi hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins.
Bournemouth getur unnið fjórða leikinn í röð þegar liðið mætir West Ham á mánudagskvöldið.
Athugasemdir