Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 21:42
Brynjar Ingi Erluson
England: Watkins afgreiddi Everton í endurkomu Moyes - Isak í essinu sínu gegn Wolves
Alexander Isak var frábær
Alexander Isak var frábær
Mynd: EPA
Ollie Watkins var hetja Villa
Ollie Watkins var hetja Villa
Mynd: EPA
Marc Guehi skoraði annað mark Palace
Marc Guehi skoraði annað mark Palace
Mynd: Getty Images
Alexander Isak var allt í öllu er Newcastle United vann 3-0 heimasigur á Wolves í 21. umferð ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Aston Villa hafði á meðan betur gegn Everton, 1-0, í endurkomu David Moyes á Goodison Park.

Isak, sem var á dögunum valinn besti leikmaður mánaðarins í deildinni, gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt gegn Wolves.

Svíinn skoraði 14. deildarmark sitt á 34. mínútu með skoti fyrir utan teig. Jose Sa horfði á eftir skoti hans í vinstra hornið áður en framherjinn tvöfaldaði forystuna á 57. mínútu.

Bruno Guimaraes stakk boltanum inn fyrir á Isak sem kláraði vel og gerði fimmtánda mark sitt.

Isak var ekki hættur því stundarfjórðungi fyrir leikslok lagði hann upp þriðja markið fyrir Anthony Gordon og sjötti deildarsigur liðsins í röð staðfestur.

Newcastle er að fljúga upp töfluna en liðið er komið í 4. sæti með 38 stig og farið að blanda sér í Meistaradeildarbaráttuna. Wolves er á meðan í 18. sæti með 16 stig.

Jean-Philippe Mateta og Marc Guehi sáu til þess að Crystal Palace tæki sigur gegn nýliðum Leicester City en lokatölur þar urðu 2-0 Palace í vil.

Mateta skoraði snemma í síðari hálfleiknum eftir laglega sendingu Ismaila Sarr. Mateta fékk boltann í teignum, fór framhjá Jakub Stolarczyk í markinu og skoraði.

Á 78. mínútu bætti Marc Guehi við öðru marki eftir aukaspyrnu Eberechi Eze. Palace er í 14. sæti með 24 stig en Leicester í næst neðsta sæti með 14 stig.

David Moyes snéri aftur á hliðarlínuna hjá Everton er liðið tók á móti Aston Villa á Goodison Park. Þetta var fyrsti leikur sem Moyes stýrir Everton síðan hann yfirgaf félagið árið 2013.

Liðið var í miklu basli með Villa og átti í erfiðleikum með að skapa sér mörg hættuleg færi.

Ollie Watkins sá til þess að ná í öll stigin fyrir Villa með marki snemma í síðari hálfleik eftir sendingu Morgan Rogers. Everton gekk lítið að svara markinu og fór svo að Villa vann, 1-0.

Villa er með 35 stig í 7. sæti en Everton í 16. sæti með 17 stig og í harðri fallbaráttu.

Everton 0 - 1 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins ('51 )

Leicester City 0 - 2 Crystal Palace
0-1 Jean-Philippe Mateta ('52 )
0-2 Marc Guehi ('78 )

Newcastle 3 - 0 Wolves
1-0 Alexander Isak ('34 )
2-0 Alexander Isak ('57 )
3-0 Anthony Gordon ('74 )
Athugasemdir
banner
banner