Englandsmeistarar Manchester City færast nú nær því að ganga frá kaupum á Omar Marmoush, framherja Eintracht Frankfurt í Þýskalandi.
Marmoush er 25 ára gamall og hefur verið að tæta þýsku deildina í sig á þessari leiktíð.
Marmoush er 25 ára gamall og hefur verið að tæta þýsku deildina í sig á þessari leiktíð.
Á dögunum var sagt frá því að Man City væri búið ná samkomulagi við leikmanninn en félögin eiga enn eftir að ná saman.
Samkvæmt Sky í Þýskalandi, þá munar ekki miklu á félögunum. Núverandi tilboð City er aðeins lægra en það sem Frankfurt er að biðja um. Þýska félagið vill fá um 80 milljónir evra fyrir Marmoush.
City vonast til að ganga frá kaupunum á næstu tveimur sólarhringum.
Það er talið ólíklegt að Marmoush muni spila næsta leik Frankfurt gegn Dortmund á föstudagskvöld.
Athugasemdir