lau 15. febrúar 2020 16:57
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Barca jafnaði Real Madrid á toppnum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Barcelona 2 - 1 Getafe
1-0 Antoine Griezmann ('33)
2-0 Sergi Roberto ('39)
2-1 Angel ('66)

Barcelona jafnaði Real Madrid á stigum á toppi spænsku deildarinnar með góðum sigri gegn Getafe í dag.

Antoine Griezmann gerði fyrsta mark leiksins eftir glæsilega stoðsendingu frá Lionel Messi á 33. mínútu. Sergi Roberto tvöfaldaði forystuna skömmu síðar og voru Börsungar því tveimur mörkum yfir í hálfleik.

Spánarmeistararnir voru betri í leiknum en gestirnir áttu fín færi og minnkuðu muninn á 66. mínútu, með laglegu marki frá Angel.

Nær komust gestirnir þó ekki og geta Börsungar verið sáttir með stigin gegn erfiðum andstæðingum.

Getafe er í þriðja sæti, tíu stigum eftir Barca og Real Madrid. Real á leik til góða annað kvöld.

Real Mallorca 1 - 0 Alaves
0-0 Salva Sevilla, misnotað víti ('32)
1-0 Cucho ('63)

Real Mallorca tók þá á móti Alaves í fyrsta leik dagsins. Heimamenn voru hættulegri í leiknum og klúðruðu vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Cucho gerði eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggði Mallorca mikilvæg stig í fallbaráttunni. Nýliðarnir komust upp úr fallsæti með sigrinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner