Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. febrúar 2021 09:31
Magnús Már Einarsson
Liverpool og Tottenham fylgjast með Konsa
Ezri Konsa
Ezri Konsa
Mynd: Getty Images
Liverpool og Tottenham hafa bæði sýnt Ezri Konsa, varnarmanni Aston Villa, áhuga en The Athletic greinir frá þessu í dag.

Hinn 23 ára gamli Konsa hefur haldið níu sinnum hreinu í tuttugu leikjum með Aston Villa á tímabilinu.

Hinn 23 ára gamli Konsa kom til Aston Villa frá Brentford á tólf milljónir punda árið 2019 en bæði Liverpool og Tottenham eru að skoða hann.

Góð frammistaða Konsa á tímabilinu gæti einnig orðið til þess að hann fái kallið í enska landsliðið fyrir EM í sumar.

Konsa getur einnig spilað fyrir landslið Kongó og Angóla en foreldrar hans eru frá þessum löndum. Þá á hann ættir að rekja til Portúgal og því gæti enska landsliðið misst af honum ef hann spilar ekki sinn fyrsta landsleik á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner