Lengjubikarinn er kominn á fullt skrið þar sem félagslið undirbúa sig fyrir komandi átök í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum.
Það eru nokkrir áhugaverðir slagir á dagskrá í dag og fara tveir fram á Akranesi og tveir á Akureyri.
Stórveldi á borð við Val og Breiðablik eiga leiki í dag og þá eru einnig leikir á dagskrá í B-deildinni. Víkingur R. á að spila við ÍR í Egilshöllinni en hefur dregið lið sitt úr keppni vegna stórs verkefnis í Sambandsdeildinni.
Í A-deild kvenna má einnig finna áhugaverða slagi, þar sem Fram, Þróttur R. og Keflavík eiga heimaleiki gegn Tindastóli, Þór/KA og FHL.
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
12:00 ÍA-Valur (Akraneshöllin)
14:00 Grindavík-Vestri (Akraneshöllin)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
13:00 KA-Breiðablik (Boginn)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
15:00 ÍR-Víkingur R. AFLÝST (3-0)
15:00 Þór-HK (Boginn)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
14:00 Keflavík-ÍBV (Nettóhöllin-gervigras)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 1
14:00 KFG-Kormákur/Hvöt (Samsungvöllurinn)
16:00 Hvíti riddarinn-Þróttur V. (Malbikstöðin að Varmá)
16:00 KV-Reynir S. (KR-völlur)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 2
16:00 Árborg-Víðir (JÁVERK-völlurinn)
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 4
17:00 Magni-KFA (Boginn)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 1
14:30 Fram-Tindastóll (Lambhagavöllurinn)
15:00 Þróttur R.-Þór/KA (AVIS völlurinn)
Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 2
16:30 Keflavík-FHL (Nettóhöllin)
Lengjubikar kvenna - B-deild
11:15 HK-ÍBV (Kórinn)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Athugasemdir