Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 15. mars 2023 15:11
Elvar Geir Magnússon
Reyna að koma vellinum í Bosníu í eins gott stand og hægt er
Icelandair
Landsliðsþjálfari Bosníu skoðaði völlinn í dag.
Landsliðsþjálfari Bosníu skoðaði völlinn í dag.
Mynd: NFS BIH
Faruk Hadzibegic.
Faruk Hadzibegic.
Mynd: Getty Images
Miklar breytingar hafa orðið á keppnisvellinum í Zenica í Bosníu síðustu vikur en þar mun Bosnía/Hersegóvína taka á móti Íslandi í mikilvægum leik í undankeppni EM í næstu viku.

Það var ekkert hugsað um leikvanginn í Bosníu í einhverja mánuði og talað um völlinn sem 'kartöflugarð'. Síðustu vikur hefur völlurinn hinsvegar tekið jákvæðum breytingum, launadeilur vallarstarfsmanna leystust og allt fór á fullt.

Faruk Hadzibegic, landsliðsþjálfari Bosníu, skoðaði völlinn í dag og ræddi við verktakana sem hafa séð um að vinna í honum. Á heimasíðu fótboltasambands Bosníu/Hersegóvínu er sagt að Hadzibegic hafi verið sáttur með stöðuna á vellinum.

Rætt hefur verið um næstu skref til að völlurinn verði í eins góðu standi og hægt er þegar leikurinn gegn Íslandi verður eftir rúma viku.

Grín gert að njósnaferð til að skoða íslenska liðið
Hadzibegic tók við þjálfun Bosníu í janúar og hans fyrsta verkefni var að fara til Portúgals og skoða íslenska landsliðið í vináttulandsleikjum þar.

Sá gluggi var utan landsleikjaglugga og aðeins fjórir leikmenn í íslenska hópnum þá sem eru í hópnum sem fer til Bosníu. Á samfélagsmiðlum hafa Bosníumenn gert grín að þessari njósnaferð landsliðsþjálfarans, sem hefur væntanlega litlu skilað.


Innkastið - Byrjað á bardaga í Bosníu
Athugasemdir
banner
banner
banner