Miklar breytingar hafa orðið á keppnisvellinum í Zenica í Bosníu síðustu vikur en þar mun Bosnía/Hersegóvína taka á móti Íslandi í mikilvægum leik í undankeppni EM í næstu viku.
Það var ekkert hugsað um leikvanginn í Bosníu í einhverja mánuði og talað um völlinn sem 'kartöflugarð'. Síðustu vikur hefur völlurinn hinsvegar tekið jákvæðum breytingum, launadeilur vallarstarfsmanna leystust og allt fór á fullt.
Það var ekkert hugsað um leikvanginn í Bosníu í einhverja mánuði og talað um völlinn sem 'kartöflugarð'. Síðustu vikur hefur völlurinn hinsvegar tekið jákvæðum breytingum, launadeilur vallarstarfsmanna leystust og allt fór á fullt.
Faruk Hadzibegic, landsliðsþjálfari Bosníu, skoðaði völlinn í dag og ræddi við verktakana sem hafa séð um að vinna í honum. Á heimasíðu fótboltasambands Bosníu/Hersegóvínu er sagt að Hadzibegic hafi verið sáttur með stöðuna á vellinum.
Rætt hefur verið um næstu skref til að völlurinn verði í eins góðu standi og hægt er þegar leikurinn gegn Íslandi verður eftir rúma viku.
Grín gert að njósnaferð til að skoða íslenska liðið
Hadzibegic tók við þjálfun Bosníu í janúar og hans fyrsta verkefni var að fara til Portúgals og skoða íslenska landsliðið í vináttulandsleikjum þar.
Sá gluggi var utan landsleikjaglugga og aðeins fjórir leikmenn í íslenska hópnum þá sem eru í hópnum sem fer til Bosníu. Á samfélagsmiðlum hafa Bosníumenn gert grín að þessari njósnaferð landsliðsþjálfarans, sem hefur væntanlega litlu skilað.
Selektor „A“ reprezentacije BiH Faruk Hadžibegi? i direktor Sektora za administraciju NS/FS BiH Nihad Hodži? obišli su danas u Zenici stadion „Bilino polje“, kao i Trening centar NS/FS BiH gdje ?e se Zmajevi pripremati za susrete sa Islandom i Slova?kom.https://t.co/EydGPOclss pic.twitter.com/CscrgnGv0t
— NFS BIH (@NFSBiH) March 15, 2023
Hadzibegic when he sees the Iceland players next week pic.twitter.com/cPAtGezGHY
— Bosniaco?? (@Bosnjakkk1) March 15, 2023
Athugasemdir