lau 15. maí 2021 18:09
Victor Pálsson
England: Leicester enskur bikarmeistari í fyrsta sinn
Hetja kvöldsins.
Hetja kvöldsins.
Mynd: Getty Images
Chelsea 0 - 1 Leicester City
0-1 Youri Tielemans ('63 )

Leicester City er enskur bikarmeistari árið 2021 en þetta varð ljóst í kvöld í leik gegn Chelsea.

Leikurinn sjálfur vart engin frábær skemmtun en það var lítið um opin marktækifæri í fyrri hálfleiknum.

Fyrsta og eina markið kom á 63. mínútu er Belginn Youri Tielemans kom boltanum í netið fyrir Brendan Rodgers og félaga.

Tielemans hefur átt afar gott tímabil fyrir Leicester en hann skoraði með þrumufleyg af löngu færi fyrir utan teig.

Mason Mount var nálægt því að jafna metin fyrir Chelsea undir lok leiksins en Kasper Schmeichel varði frábærlega frá honum í marki Leicester.

Chelsea kom svo boltanum í netið á 89. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu á Ben Chilwell og lokastaðan, 1-0.

Næsti leikur þessara liða er innbyrðis í deildinni á þriðjudag í mikilvægum Meistaradeildarslag.

Þetta var fyrsti bikarsigur í sögu Leicester en liðið hefur fimm sinnum komist í úrslit keppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner