Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 15. maí 2022 11:50
Ívan Guðjón Baldursson
Kína getur hvorki hýst Asíubikarinn né Asíuleikana

Kína hefur dregið sig til baka sem gestgjafi Asíubikarsins á næsta ári vegna slæms ástands í landinu.


Covid-19 herjar á Kínverja sem aldrei fyrr eftir að þeir náðu góðum tökum á veirunni í upphafi faraldursins. Ríkisstjórnin telur ekki öruggt að halda stórmót í landinu á meðan veiran leikur lausum hala.

Asíubikarinn 2023 átti að fara fram í tíu mismunandi borgum Kína frá júní á næsta ári en nú verður að færa keppnina til annars lands.

Kína átti einnig að hýsa Asíuleikana 2022, þar sem keppt er í ýmsum íþróttum, í september á þessu ári en þeim hefur verið frestað vegna faraldursins.


Athugasemdir
banner